Dexól Saft 3 mg/ml

Land: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Download Vara einkenni (SPC)
28-11-2022

Virkt innihaldsefni:

dextromethorphanum hýdróbrómíð mónóhýdrat

Fáanlegur frá:

Laboratoria Qualiphar

ATC númer:

R05DA09

INN (Alþjóðlegt nafn):

Dextromethorphanum

Skammtar:

3 mg/ml

Lyfjaform:

Saft

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

070875 Glas Glerglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2022-02-22

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DEXÓL 3 MG/ML SAFT
dextrómetorfan HBr einhýdrat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið læknirinn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 4-5 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Dexól og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Dexól
3.
Hvernig nota á Dexól
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Dexól
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DEXÓL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Dexól tilheyrir hópi hóstastillandi lyfja.
Dexól er ætlað til meðferðar við einkennum á ertandi, þurrum
hósta. Dexól er ætlað til notkunar hjá
fullorðnum og börnum eldri en 6 ára.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DEXÓL
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA DEXÓL
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir dextrómetorfan hýdróbrómíði
eða einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins (talin upp í kafla 6).
-
ef um alvarlega öndunarfærakvilla er að ræða.
-
hjá börnum undir 6 ára aldri.
-
ef þú ert nú þegar að nota lyf við þunglyndi (mónóamíð
oxidasa hemlar) eða þegar innan við
14 dagar eru frá meðferð með þessum lyfjum. Vinsamlegast lesið
kaflann „Notkun ann
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Dexól 3 mg/ml saft
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml af saft inniheldur 3 mg af dextrómetorfan HBr einhýdrati.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Etanól (E1510)
Sorbitól (E420)
Methýl parahýdroxýbenzóat (E218)
Propýl parahýdroxýbenzóat (E216)
Propýlen glýkól (E1520)
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Saft
Tær, litlaus lausn með bragð og lykt sem einkennist af ferskjum.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Dexól er ætlað til meðferðar við einkennum við hósta án
uppgangs. Dexól er ætlað til notkunar hjá
fullorðnum og börnum eldri en 6 ára.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_ _
Glasið er með barnheldu loki og hver pakkning inniheldur 30 ml
mæliglas.
_Fullorðnir _
10 ml, að hámarki 4 sinnum á dag (hámarks skammtur á dag er 120
mg af dextrómetorfan
hýdróbrómíð).
Þessi saft er sykurlaus og hentar því sykursjúkum.
Meðferð með Dexól er ætluð til þess að minnka einkenni og á
því meðferðin að standa yfir í eins
stuttan tíma og með eins lágum skömmtum og mögulegt er.
_Börn_
Börn eldri en 12 ára: 10 ml, að hámarki 4 sinnum á dag (hámarks
skammtur á dag er 120 mg af
dextrómetorfan hýdróbrómíð).
Börn frá 6 til 12 ára: 5 ml, að hámarki 4 sinnum á dag (hámarks
skammtur á dag er 60 mg af
dextrómetorfan hýdróbrómíð).
Dexól er ekki ætlað til notkunar hjá börnum yngri en 6 ára.
_Sérstakir sjúklingahópar: _
Aldraðir: helminga skal skammta hjá öldruðum.
2
Einstaklingar með skerta nýrnastarfsemi: skert nýrnastarfsemi getur
valdið lengingu á
helmingunartíma dextrómetorfan og umbrotsefnum þess. Því er
nauðsynlegt að minnka skammta um
helming hjá einstaklingum með skerta nýrnastarfsemi.
Einstaklingar með lifrarsjúkdóma: dextrómetorfan umbrotnar í
lifur og því skal minnka skammtinn um
helming hjá einstaklingum með lifrarsjúkdóma.
Lyfjagjöf
Til inntöku.
_ _
4.3
FRÁBENDINGAR
-
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefna
                                
                                Lestu allt skjalið