Alimemazin Evolan Dropar til inntöku, lausn 40 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-12-2023

Virkt innihaldsefni:

Alimemazinum tartrat

Fáanlegur frá:

Evolan Pharma AB

ATC númer:

R06AD01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Alimemazinum

Skammtar:

40 mg/ml

Lyfjaform:

Dropar til inntöku, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

583276 Glas Amber coloured glass bottle

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2023-01-18

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ALIMEMAZIN EVOLAN 40 MG/ML, DROPAR TIL INNTÖKU, LAUSN.
alimemazin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Alimemazin Evolan og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Alimemazin Evolan
3.
Hvernig nota á Alimemazin Evolan
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Alimemazin Evolan
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ALIMEMAZIN EVOLAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Alimemazin Evolan inniheldur alimemazin sem hefur róandi eiginleika.
Alimemazin Evolan slær á
ofnæmi og verkar gegn kláða.
Alimemazin Evolan er notað handa fullorðnum og börnum frá 3 ára
aldri:
-
sem róandi lyf fyrir svæfingu.
-
sem skammtímameðferð við kláða og ofnæmi.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ALIMEMAZIN EVOLAN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA ALIMEMAZIN EVOLAN:
-
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir alimemazini eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
Ef þú ert með hvítfrumnafæð eða sögu um kyrningaleysi
(breytingar á blóði)
-
Ef þú ert með vöðvaslensfár (sjúkdómur sem veldur
vöðvamáttleysi).
Ekki skal gefa börnum yngri en 3 ára Alimemazin E
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Alimemazin Evolan 40 mg/ml, dropar til inntöku, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml af 40 mg/ml dropum til inntöku inniheldur:
Alimemazintartrat sem samsvarar 40 mg af alimemazini.
Hjálparefni með þekkta verkun
Natríum metabísúlfít (E223) 8 mg/ml
Súkrósi 160 mg/ml
Makrógólglýseról hýdroxýsterat 15 mg/ml
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Dropar til inntöku, lausn.
Tær, litlaus eða gulleit lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fullorðnir og börn frá 3 ára aldri:
-
Lyfjaforgjöf.
-
Skammtímameðferð við kláða og ofnæmi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Ákveða skal skammt einstaklingsbundið.
Nota skal minnsta skammt alimemazins sem veitir verkun og í eins
skamman tíma og unnt er.
Ekki má nota stærri skammt en ráðlagt er (sjá einnig kafla 4.4).
_Lyfjaforgjöf:_
2-4 mg fyrir hvert kg líkamsþyngdar, þó að hámarki 50 mg, a.m.k.
2 klst. fyrir rannsókn eða
svæfingu. Helst skal gefa minni skammt af alimemazini kvöldið
áður. Gefa skal atropin eða sambærilegt
lyf, á venjubundinn hátt, til að draga úr berkjuseytingu.
_Kláði og ofnæmi:_
Fullorðnir: 5 mg 2-4 sinnum á dag. Börn: 3-5 ára: 2,5-10 mg á
dag, 5-12 ára: 2,5-15 mg
á dag. Skipta á daglegum skammti í morgun-, hádegis- og
kvöldskammt og gefa stærri skammt að kvöldi
en í hin skiptin.
Þynna má Alimemazin Evolan dropa til inntöku með hentugum drykk,
t.d. ávaxtasafa, límonaði eða kaffi,
en ekki mjólk, fyrir inntöku.
2
Skömmtunarbúnaður (pípetta úr gleri eða sprauta úr plasti) til
að skammta Alimemazin Evolan dropa til
inntöku fylgir í pakkanum. Glerpípettan er kvörðuð með 0,25 ml,
0,5 ml, 0,75 ml og 1 ml. Plastsprautan
er kvörðuð í 0,1 ml þrepum upp í 1 ml.
_Einn dropi samsvarar u.þ.b. 1 mg af alimemazini. _
_ _
Rúmmál
Samsvarandi magn af alimemazini
0,25 ml
10 mg
0,5 ml
20 mg
0,75 ml
30 mg
1 ml
40 mg
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem tali
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru