AQUI-S vet. Baðþykkni, lausn til meðhöndlunar fiska 540 g/l

Land: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Download Vara einkenni (SPC)
30-09-2019

Virkt innihaldsefni:

ISOEUGENOL

Fáanlegur frá:

Intervet International B.V.*

ATC númer:

QN01AX94

INN (Alþjóðlegt nafn):

isoeugenol

Skammtar:

540 g/l

Lyfjaform:

Baðþykkni, lausn til meðhöndlunar fiska

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

450846 Glas HDPE-plastílát með HDPE-skrúftappa úr plasti. ; 498552 Glas HDPE-plastílát með HDPE-skrúftappa úr plasti.

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2016-05-04

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL:
AQUI-S VET. 540 MG/ML BAÐÞYKKNI FYRIR MEÐFERÐARLAUSN
FYRIR ATLANTSHAFSLAX OG REGNBOGASILUNG
1.
HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA
SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR
Markaðsleyfishafi:
Intervet International B.V.
Wim de Körverstraat 35
5831 AN Boxmeer
Holland
Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:
Intervet GesmbH
Siemensstrasse 107
1210 Vienna
Austurríki
2.
HEITI DÝRALYFS
AQUI-S vet. 540 mg/ml baðþykkni fyrir meðferðarlausn fyrir
atlantshafslax og regnbogasilung.
3.
VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI
Isoeugenol 540 mg/ml
Polysorbat 80
4.
ÁBENDING(AR)
Til að slæva og svæfa atlantshafslax og regnbogasilung við
meðhöndlun (flokkun, tilfærslu, flutning,
talningu laxalúsa, kreisting klakfiska) og við bólusetningu.
5.
FRÁBENDINGAR
Engar.
6.
AUKAVERKANIR
Ofskömmtun vegna notkunar of hárrar þéttni lyfsins og/eða vegna
of langrar útsetningar getur valdið
öndunarbælingu og dauða í kjölfarið.
Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana,
jafnvel aukaverkana sem ekki eru
tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi
ekki tilætluð áhrif.
7.
DÝRATEGUND(IR)
Atlantshafslax (
_Salmo salar_
L.) og regnbogasilungur (
_oncorhynchus mykiss_
).
2
8.
SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ
LYFJAGJÖF
Lyfjagjöf er sú sama fyrir lax og regnbogasilung.
Slæving: 2-5 mg isoeugenol/líter af vatni háð þeirri dýpt
slævingar sem óskað er eftir. Það samsvarar
3,7-9,3 ml AQUI-S/1.000 lítra af vatni. Hámarkslengd útsetningar: 5
klst.
Svæfing: 10-14 mg isoeugenol/líter af vatni háð þeirri dýpt
svæfingar sem óskað er eftir. Það
samsvarar 18,5-25,9 ml AQUI-S/1.000 lítra af vatni. Hámarkslengd
útsetningar: 15 mínútur.
Tafla: Heildarmagn (ml) Aqui-S sem er sett í tank út frá heildar
vatnsrúmmáli og þeirri þéttni sem nota
á.
Þéttni sem nota ár
(mg isoeugenol/l)
Rúmmál í vatnstanki
_SLÆVING _
_SVÆFING _
2
5
10
14
100 LÍTRAR
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI DÝRALYFS
AQUI-S vet. 540 mg/ml baðþykkni fyrir meðferðarlausn fyrir
atlantshafslax og regnbogasilung.
2.
INNIHALDSLÝSING
VIRK INNIHALDSEFNI:
isoeugenol 540 mg/ml
HJÁLPAREFNI:
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Baðþykkni, lausn til meðhöndlunar fiska.
Ljósgult þykkni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
DÝRATEGUNDIR
Atlantshafslax (
_Salmo salar_
L.) og regnbogasilungur (
_oncorhynchus mykiss_
).
4.2
ÁBENDINGAR FYRIR TILGREINDAR DÝRATEGUNDIR
Til að slæva og svæfa atlantshafslax og regnbogasilung við
meðhöndlun (flokkun, tilfærslu, flutning,
talningu laxalúsa, kreisting klakfiska) og við bólusetningu.
4.3
FRÁBENDINGAR
Engar.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ FYRIR HVERJA DÝRATEGUND
Forðast ber að valda fiskum streitu rétt fyrir notkun. Stöðugt
skal fylgjast með magni súrefnis í baði til
slævingar/svæfingar. Ráðlagður lágmarksstyrkur súrefnis er 7
mg/l við notkun lyfsins.
4.5
SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum
Mælt er með samfelldri stjórn á magni slævingar/svæfingar til
að koma í veg fyrir ofskömmtun.
Öryggi við notkun lyfsins við < 4°C og > 15°C
er ekki þekkt. Gæta skal almennrar varúðar við
meðhöndlun fiska við lágt hitastig því hættan á vetrarsárum
eykst. Gæta skal almennrar varúðar við
meðhöndlun fiska við hátt hitastig því þá er aukin hætta á
súrefnisskorti og að sýkingar brjótist út.
Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið
Ef dýralyfið er óvart tekið inn skal strax drekka allt að 2 glös
af vatni eða mjólk, leita tafarlaust til
læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins.
Ef dýralyfið berst á húð skal þvo með
sápu og skola með miklu vatni. Isoeugenol getur valdið ertingu og
ofnæmisviðbrögðum í húð. Leitið
læknishjálpar ef erting/ofnæmisviðbrögð í húð eru
viðvarandi.
2
Þeir sem hafa ofnæmi fyrir isoeugenoli skulu forðast sner
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru