Laxoberal Dropar til inntöku, lausn 7,5 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
04-12-2023

Virkt innihaldsefni:

Natrii picosulfas INN

Fáanlegur frá:

Opella Healthcare France S.A.S.

ATC númer:

A06AB08

INN (Alþjóðlegt nafn):

Picosulfatum natrium

Skammtar:

7,5 mg/ml

Lyfjaform:

Dropar til inntöku, lausn

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

427765 Glas V1104

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2007-06-25

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
LAXOBERAL 7,5 MG/ML, DROPAR TIL INNTÖKU, LAUSN
natríumpicosúlfat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan fárra daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Laxoberal og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Laxoberal
3.
Hvernig nota á Laxoberal
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Laxoberal
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM LAXOBERAL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Laxoberal er hægðalyf. Það verkar með því að örva
þarmahreyfingar og eykur upptöku vatns og
ákveðinna salta í ristlinum. Þetta örvar þarmatæmingu, styttir
ferðatímann og gerir hægðir mýkri.
Laxoberal er notað við hægðatregðu sem varað hefur í lengri
eða skemmri tíma.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað Laxoberal við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið
er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan fárra daga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA LAXOBERAL
_ _
EKKI MÁ NOTA LAXOBERAL
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir natríumpicosúlfati eða einhverju
öðru innihaldsefni Laxoberal (talin
upp í kafla 6)
•
ef flutningur fæðu um meltingarveginn stöðvast eða skerðist
verulega (t.d. garnaflækja eða
þrengs
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Laxoberal 7,5 mg/ml, dropar til inntöku, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Natríumpicosúlfat 7,5 mg/ml.
Hjálparefni með þekkta verkun
Sorbitól. 20 dropar innihalda 600 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Dropar til inntöku, lausn.
Útlit: Tær, litlaus vökvi.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Hægðatregða.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Skammtar _
Dropana skal taka inn að kvöldi til ef áhrifa er óskað morguninn
eftir.
Ráðlagt er að byrja með minnsta skammt. Auka má skammtinn upp í
ráðlagðan hámarksskammt sem
kemur á reglulegum hægðum.
Ekki skal nota meira en ráðlagðan hámarksskammt á sólarhring.
Fullorðnir: 5-10 mg (10-20 dropar) á sólarhring.
_Börn _
Börn eldri en 10 ára: 5-10 mg (10-20 dropar) á sólarhring.
Börn 4-10 ára: 2,5-5 mg (5-10 dropar) á sólarhring.
Fyrir börn yngri en 4 ára er ráðlagður skammtur 0,25 mg/kg
líkamsþyngdar á sólarhring (1 dropi
inniheldur 0,5 mg natríumpicosúlfat).
Lyfjagjöf
Dropana má taka með mat eða drykk.
2
4.3
FRÁBENDINGAR
•
Garnastífla eða teppa í meltingarvegi.
•
Svæsnir kviðverkir og/eða bráðatilvik í kviði með sótthita
eins og botnlangabólga, hugsanlega
ásamt ógleði og uppköstum.
•
Alvarleg vessaþurrð
•
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Má hvorki nota við bráðum bólgusjúkdómum í maga og þörmum
né við röskun á vökva/saltajafnvægi.
Of mikil og langvarandi notkun getur valdið röskun á vökva- og
saltajafnvægi, þar með talið of lágu
kalíum í blóði. Ef þörf er á hægðalyfjum daglega skal kanna
ástæðu hægðatregðunnar. Upplýsa skal
sjúklinginn um að ekki skal nota Laxoberal daglega í langan tíma
nema í samráði við lækni.
Í fylgiseðlinum er þess getið að Laxoberal á aðeins að gefa
börnum í samráði við lækninn.
Greint hefur verið frá sundli og/eða y
                                
                                Lestu allt skjalið