Lerkanidipin Actavis Filmuhúðuð tafla 10 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
30-10-2023

Virkt innihaldsefni:

Lercanidipinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Actavis Group PTC ehf.

ATC númer:

C08CA13

INN (Alþjóðlegt nafn):

Lercanidipinum

Skammtar:

10 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

065934 Þynnupakkning Ál//PVC/PVDC ; 065945 Þynnupakkning Ál//PVC/PVDC

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2009-10-09

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
LERKANIDIPIN ACTAVIS 10 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
LERKANIDIPIN ACTAVIS 20 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
lerkanidipínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Lerkanidipin Actavis og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Lerkanidipin Actavis
3.
Hvernig nota á Lerkanidipin Actavis
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Lerkanidipin Actavis
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM LERKANIDIPIN ACTAVIS OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Lerkanidipin Actavis tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru
kalsíumgangalokar og hindra að kalk berist
inn í vöðvafrumur hjarta og blóðæða sem flytja blóð frá
hjartanu (slagæðar).
Innflæði kalks í þessar frumur veldur samdrætti hjartans og
þrengingu æða. Með því að hindra
innflæði kalks draga kalsíumgangalokar úr samdrætti og slaka á
(víkka) æðunum þannig að
blóðþrýstingur lækkar.
Lerkanidipin Actavis var ávísað fyrir þig til meðferðar við
háum blóðþrýstingi, einnig kallað
háþrýstingur.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA LERKANIDIPIN ACTAVIS
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en
tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum
læknis og leiðbeiningum á
merkimiða frá lyfjabúð.
_ _
EKKI MÁ NOTA LERKANIDI
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                _ _
1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Lerkanidipin Actavis 10 mg filmuhúðaðar töflur
Lerkanidipin Actavis 20 mg filmuhúðaðar töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver 10 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg af
lerkanidipínhýdróklóríði, sem samsvarar 9,4 mg af
lerkanidipíni.
Hver 20 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg af
lerkanidipínhýdróklóríði, sem samsvarar 18,8 mg af
lerkanidipíni.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Lerkanidipin Actavis 10 mg filmuhúðuð tafla:
Mjólkursykureinhýdrat 30 mg
Lerkanidipin Actavis 20 mg filmuhúðuð tafla:
Mjólkursykureinhýdrat 60 mg
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla
Lerkanidipin Actavis 10 mg filmuhúðaðar töflur: Gular,
kringlóttar, tvíkúptar 6,5 mm filmuhúðaðar
töflur, með deiliskoru á annarri hliðinni og merktar með „L“
á hinni hliðinni.
Lerkanidipin Actavis 20 mg filmuhúðaðar töflur: Bleikar,
kringlóttar, tvíkúptar 8,5 mm filmuhúðaðar
töflur, með deiliskoru á annarri hliðinni og merktar með „L“
á hinni hliðinni.
Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni
svo auðveldara sé að kyngja henni en
ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Lerkanidipin Actavis er ætlað til meðferðar við vægum til meðal
háum háþrýstingi (essential
hypertension).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Ráðlagður skammtur er 10 mg einu sinni á dag a.m.k. 15 mínútum
fyrir mat. Auka má skammtinn upp
í 20 mg eftir einstaklingsbundinni svörun hvers sjúklings.
Skammtabreytingar á að gera í skrefum þar sem liðið geta u.þ.b.
2 vikur þar til blóðþrýstingslækkandi
áhrif lyfsins eru að fullu komin fram.
2
Sumir einstaklingar, sem ekki tekst að stilla með fullnægjandi
hætti með einu blóðþrýstingslækkandi
lyfi, gætu haft gagn af því að bæta lerkanidipíni við meðferð
með betablokka (atenólól), þvagræsilyfi
(hýdróklórtíazíði) eða angíótensín breytien
                                
                                Lestu allt skjalið