Librax Húðuð tafla

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-01-2024

Virkt innihaldsefni:

Clidinii bromidum INN; Chlordiazepoxidum INN

Fáanlegur frá:

Viatris ApS

ATC númer:

A03CA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Clidinii og geðlyf

Lyfjaform:

Húðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

048199 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1965-12-30

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
LIBRAX 5 MG/2,5 MG HÚÐAÐAR TÖFLUR
klórdíazepoxíð/klídínbrómíð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig
um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá
kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Librax og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Librax
3.
Hvernig nota á Librax
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Librax
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM LIBRAX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Librax inniheldur tvö virk efni, klídínbrómíð og
klórdíazepoxíð. Efnin bæta upp verkun hvors annars við
vissum sjúkdómum í meltingarfærum og þvagfærum.
Librax er notað til þess að draga úr erfiðleikum í
meltingarfærum og til að draga úr samdrætti í
þvagfærum.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA LIBRAX
EKKI MÁ TAKA LIBRAX
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir klídínbrómíði,
klórdíazepoxíði eða einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins (talin upp í kafla 6).
-
ef þú ert eldri en 65 ára og ert með fjölþætt veikindi
-
ef þú ert eldri en 75 ára
-
ef sjúklingurinn er barn yngra en 6 ára
-
ef eitthvað af eftirtöldu á við um þig:
-
hætta á þrönghornsgláku (hækkaður augnþrý
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1. HEITI LYFS
Librax 5 mg/2,5 mg húðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Klórdíazepoxíð 5 mg
Klídínbrómíð 2,5 mg
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver tafla inniheldur 72,5 mg af vatnsfríum laktósa.
Hver tafla inniheldur 131,4 mg af súkrósa.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Húðuð tafla.
Græn eða grængulleit, sykurhúðuð, kringlótt, tvíkúpt tafla
u.þ.b. 9,0 mm að þvermáli.
4.
KLÍNISKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meltingarvegur: Iðraólga (irritable bowel syndrome), ristilkrampar
(spastic colon) og starfrænar
truflanir í meltingarvegi vegna ofseytingar, ofhreyfing,
niðurgangur, ristilbólga, magabólga,
skeifugarnarbólga, sár í maga og skeifugörn eða
hreyfingatruflanir í gallrás.
Þvag- og kynfæri: Krampar og hreyfitruflanir, heilkenni ofvirkrar
þvagblöðru, tíðaverkir.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Í öllum tilvikum á að hefja meðferð með minnsta skammti. Ef
nauðsyn krefur má síðan auka
skammtinn þegar vitað er hvernig sjúklingurinn svarar
meðferðinni. Ekki má gefa meira en
hámarksskammt.
_Fullorðnir _
Venjuleg skömmtunaráætlun fyrir fullorðna er 1-2 töflur 2-4
sinnum á sólarhring.
Töflurnar má taka í tengslum við máltíðir, fyrir svefn eða
þegar verkir láta á sér kræla.
Meðferðin á að vara eins stutt og hægt er. Meðferðarþörf á
að meta reglulega, sérstaklega ef engin
einkenni eru til staðar. Hjá flestum sjúklingum ætti
heildarmeðferðartíminn ekki að vera lengri en
8-12 vikur (þ.m.t. skammtalækkunartímabilið) (sjá kafla 4.4).
Í sumum tilvikum getur verið nauðsynlegt að lengja
meðferðartímann umfram ráðlagða
meðferðarlengd. Þetta krefst endurmats sérfræðings á ástandi
sjúklingsins.
2
_Börn _
Notkun lyfsins er ekki ráðlögð þar sem engar rannsóknir hafa
verið gerðar. Ef meðferð er
bráðnauðsynleg hjá börnum eða unglingum á aldrinum 6-17
ára
er ráðlagt að minnka skammtinnn, t.d.
um helming (sjá kafla 4.3).
                                
                                Lestu allt skjalið