Pevaryl Krem + leggangastíll (10 mg/g + 150 mg)

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-01-2021

Virkt innihaldsefni:

Econazolum nítrat; Econazolum nítrat

Fáanlegur frá:

Trimb Healthcare AB

ATC númer:

G01AF05

INN (Alþjóðlegt nafn):

Econazolum

Skammtar:

(10 mg/g + 150 mg)

Lyfjaform:

Krem + leggangastíll

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

000018 Túpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1978-04-27

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PEVARYL SAMSETT PAKKNING: PEVARYL 150 MG SKEIÐARSTÍLAR, PEVARYL 1%
KREM
econazolnítrat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunafræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem sem ekki er minnst á í þessum
fylgiseðli.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 7 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Pevaryl samsetta pakkningu og við hverju hún er
notuð
2.
Áður en byrjað er að nota Pevaryl samsetta pakkningu
3.
Hvernig nota á Pevaryl samsetta pakkningu
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Pevaryl samsetta pakkningu
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PEVARYL SAMSETTA PAKKNINGU OG VIÐ HVERJU HÚN ER
NOTUÐ
Pevaryl samsett pakkning er notuð við sveppasýkingum í leggöngum.
Til sjálfsmeðhöndlunar við sveppasýkingum fæst Pevaryl samsett
pakkning án lyfseðils fyrir konur,
sem hafa áður fengið meðferð á vegum læknis við sveppasýkingu
í leggöngum og fá sömu einkenni að
nýju.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 7 daga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PEVARYL SAMSETTA PAKKNINGU
_ _
EKKI MÁ NOTA PEVARYL SAMSETTA PAKKNINGU
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir econazolnítrati eða einhverju
öðru innihaldse
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Pevaryl 150 mg skeiðarstílar og Pevaryl 1% krem.
2.
INNIHALDSLÝSING
Skeiðarstíll: Econazolnítrat 150 mg.
Krem: Econazolnítrat 1%.
Hjálparefni með þekkta verkun
_Krem _
Bensósýra 2 mg, bútýlhýdroxýanisól 0,052 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Samsetta pakkningin inniheldur þrjá skeiðarstíla og 15 g af kremi.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Leggangabólga og skapabólga af völdum gersveppa.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Þegar um er að ræða sveppasýkingar í leggöngum, samhliða
sveppasýkingum á sköpum, spöng og
umhverfis endaþarmsop er mælt með samtímis notkun skeiðarstíla
og krems.
150 mg skeiðarstíll: Einn skeiðarstíll hátt í leggöng að
kvöldi fyrir svefn, 3 daga í röð.
1% krem: Berið þunnt lag af kremi á svæðið í kringum leggangaop
og endaþarmsop 2-3 sinnum á dag.
Meðferðin á að vara þar til óþægindin eru horfin og í 3 daga
til viðbótar.
Meðhöndlun maka: Þvoið reður og forhúð með volgu vatni og
berið síðan Pevaryl 1% krem á
2 sinnum á dag þar til óþægindi hverfa og í 3 daga eftir það.
Þungaðar konur ættu að þvo hendur vandlega áður en notkun
Pevaryl skeiðarstíla hefst (sjá kafla 4.6,
fyrir frekari leiðbeiningar, þar á meðal takmarkanir vegna
notkunar á meðgöngu).
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Einungis til notkunar í leggöng. Pevaryl skeiðarstíla og krem má
ekki nota í augu eða munn.
Pevaryl inniheldur efni í olíugrunni sem getur skemmt latexhettur og
latexverjur og þar með dregið úr
öryggi við notkun þeirra. Því skal ekki nota Pevaryl samtímis
latexhettum eða latexverjum. Sjúklingar
2
sem nota sæðisdrepandi lyf skulu ráðfæra sig við lækni, þar
sem staðbundin meðferð í leggöngum
getur gert sæðisdrepandi lyf óvirkt.
Pevaryl má ekki nota samhliða annar
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru