Modifenac Hart hylki með breyttan losunarhraða 75 mg

Land: Island

Språk: islandsk

Kilde: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kjøp det nå

Preparatomtale Preparatomtale (SPC)
13-02-2023

Aktiv ingrediens:

Diclofenacum natríum

Tilgjengelig fra:

Teva B.V.*

ATC-kode:

M01AB05

INN (International Name):

Diclofenacum

Dosering :

75 mg

Legemiddelform:

Hart hylki með breyttan losunarhraða

Resept typen:

(R) Lyfseðilsskylt

Produkt oppsummering:

518241 Þynnupakkning ; 518258 Þynnupakkning

Autorisasjon status:

Markaðsleyfi útgefið

Autorisasjon dato:

1999-12-30

Informasjon til brukeren

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
MODIFENAC
75 MG
HART HYLKI MEÐ BREYTTAN LOSUNARHRAÐA
díklófenaknatríum
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Modifenac og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Modifenac
3.
Hvernig nota á Modifenac
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Modifenac
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM MODIFENAC OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Modifenac er verkjastillandi, hitalækkandi og bólgueyðandi lyf.
Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast
bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID).
Modifenac er notað:
-
til meðferðar við gigtarsjúkdómum
-
til meðferðar við verkjum og bólgum í liðum og vöðvum
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA MODIFENAC
EKKI MÁ NOTA MODIFENAC
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir díklófenaknatríum,
asetýlsalicýlsýru, íbúprófeni eða einhverju
öðru bólgueyðandi gigtarlyfi, eða einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins (talin upp í kafla 6).
Einkenni ofnæmisviðbragða geta meðal annars verið bólga í
andliti og munni (ofnæmisbjúgur),
öndunarerfiðleikar, verkur fyrir brjósti, nefrennsli, útbrot eða
einhver önnur ofnæmisvi
                                
                                read_full_document
                                
                            

Preparatomtale

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Modifenac 75 mg hart hylki með breyttan losunarhraða.
2.
INNIHALDSLÝSING
Eitt hylki inniheldur: díklófenaknatríum 75 mg (25 mg
díklófenaknatríum í sýruhjúp og 50 mg af
díklófenaknatríum í forðaformi).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hart hylki með breyttan losunarhraða.
Ljósblá/litlaus gegnsæ hylki merkt D75M.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Gigtarsjúkdómar og aðrir bólgusjúkdómar.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Lágmarka má aukaverkanir með því að nota minnsta virka skammt í
eins stuttan tíma og mögulegt er
til að ná stjórn á einkennum (sjá kafla 4.4 Sérstök
varnaðarorð og varúðarreglur við notkun).
_Fullorðnir: _
75 mg 1-2 sinnum á dag.
Í alvarlegri tilvikum, einkum við morgunverkjum, má taka tvö 75 mg
Modifenac forðahylki í einu.
_Börn: _
Lyfið er ekki ætlað börnum, þar sem ekki liggja fyrir
upplýsingar um notkun hjá börnum.
Lyfjagjöf
Við bráðum verkjum á að taka forðahylkin inn fyrir máltíðir.
Forðahylkin á að gleypa heil með miklum vökva.
4.3
FRÁBENDINGAR
-
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
-
Saga um blæðingu eða rof í meltingarvegi í tengslum við notkun
bólgueyðandi gigtarlyfja
(NSAID).
-
Virkt eða endurkomið sár eða blæðing í meltingarvegi (þ.e.
staðfest sár eða blæðing í tvö eða
fleiri aðgreind skipti).
-
Alvarlega skert lifrar- eða nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4).
2
-
Alvarleg blóðflagnafæð.
-
Eins og við á um meðferð með öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum
má ekki nota Modifenac handa
þeim sjúklingum sem fá astma, ofsakláða eða bráða
nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru
eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja.
-
Síðasti þriðjungur meðgöngu (sjá kafla 4.6).
-
Staðfest hjartabilun (NYHA II-IV), blóðþurrðarsjúkdómur í
hjartavöðva, útlægur
slagæðasjúkdómur og/eða sjúkdómur í heilaæðum.
4.4
SÉRSTÖK
                                
                                read_full_document
                                
                            

Søk varsler relatert til dette produktet