Akineton Tafla 2 mg

Land: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Download Vara einkenni (SPC)
16-11-2018

Virkt innihaldsefni:

Biperidenum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Laboratorio Farmaceutico Specialitá Igienico Terapeutiche (S.I.T.) S.r.L.

ATC númer:

N04AA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Biperidenum

Skammtar:

2 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

148452 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1979-09-13

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
AKINETON 2 MG TÖFLUR
biperidenhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Akineton og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Akineton
3.
Hvernig nota á Akineton
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Akineton
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM AKINETON OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Akineton er lyf við Parkinsonssjúkdómi.
Akineton hefur áhrif á jafnvægi nokkurra ákveðinna efna í
heilanum og dregur þannig úr
vöðvastífleika og skjálfta.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA AKINETON
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA AKINETON:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir biperidenhýdróklóríði eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
-
ef þú ert með ómeðhöndlaða gláku þ.e. hækkaðan
augnþrýsting (þrönghornsgláku)
-
ef þú ert með þrengingu eða teppu í maga eða þörmum
-
ef þú ert með meðfæddan stækkaðan ristil (risaristil)
-
ef þú ert með skert flæði í þörmum (garnaflækja)
-
ef þú ert með hreyfitruflanir (síðkomin hreyfitruflun)
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða l
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Akineton 2 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 tafla inniheldur 2 mg biperidenhýdróklóríð.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Mjólkursýrueinhýdrat (laktósaeinhýdrat) 38 mg (sjá kafla 4.4).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Útlit: Hvítar eða nánast hvítar, kringlóttar töflur með
deiliskorum á annarri hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Parkinsonsveiki.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Upphafsmeðferð_
: 1 mg (½ tafla) 2 sinnum á sólarhring. Skammturinn er síðan
aukinn smám saman þar
til hámarksverkun fæst.
_Viðhaldsskammtur_
: 1-4 mg (½-2 töflur) 3-5 sinnum á sólarhring.
_Notkun hætt_
: Draga á smám saman úr notkuninni á 4-6 dögum, til að komast
hjá Parkinsonskreppu.
4.3
FRÁBENDINGAR
•
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
•
Ómeðhöndluð þrönghornsgláka.
•
Þrengsli eða teppa í meltingarvegi.
•
Garnarstífla.
•
Risaristill.
•
Síðkomin hreyfitruflun.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Fylgjast skal vel með sjúklingum með eftirtalda sjúkdóma/kvilla
á meðan þeir eru meðhöndlaðir með
Akineton:
•
Stækkaður blöðruhálskirtill.
•
Hraðtaktur.
2
•
Flogaveiki.
•
Vöðvaslensfár.
•
Aldraðir sjúklingar (einkum aldraðir sjúklingar með einkenni
heilasjúkdóma), þar sem að
aldraðir sjúklingar eru næmari fyrir andkólínvirkum lyfjum.
Á meðan meðferð með Akineton stendur skal láta mæla
augnþrýsting reglulega.
Þegar notkun lyfsins er hætt skal það gert smám saman, sjá kafla
4.2.
Samhliða notkun með öðrum lyfjum sem verka á miðtaugakerfið,
andkólínvirkum lyfjum eða áfengi
getur haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla (sjá kafla
4.5).
Þar sem að Akineton getur valdið aukinni vellíðunarkennd skal
gæta varúðar vegna hættu á
misnotkun.
Akineton inniheldur mjólkursykur (laktósa). Sjúklingar með
arfgengt galak
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru