Postafen Tafla 25 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Download Vara einkenni (SPC)
10-12-2021

Virkt innihaldsefni:

Meclozinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

CampusPharma AB

ATC númer:

R06AE05

INN (Alþjóðlegt nafn):

Meclozinum

Skammtar:

25 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

029292 Þynnupakkning ; 192558 Þynnupakkning PVC/álþynna

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1966-12-30

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
POSTAFEN 25 MG TÖFLUR
meklózínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mæt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Postafen og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Postafen
3.
Hvernig nota á Postafen
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Postafen
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM POSTAFEN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Postafen inniheldur efni (andhistamín) sem er notað til að
fyrirbyggja og til að draga úr einkennum
ferðaveiki (bílveiki, sjóveiki, flugveiki). Lyfið er einnig notað
við ógleði og uppköstum.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA POSTAFEN
EKKI MÁ NOTA POSTAFEN
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir meklózíni, píperazínafleiðum
eða einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins (talin upp í kafla 6).
-
ef þú hefur átt hvað eftir annað erfitt með að draga andann í
svefni (kæfisvefn).
-
ef þú ert með skerta lifrarstarfsemi. Ráðfærðu þig við
lækninn.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Postafen
er notað:
-
ef þú ert með gláku
-
ef þú ert með hækkað
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Postafen 25 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur Meclozinum INN, hýdróklóríð, 25 mg.
Hjálparefni: Hver tafla inniheldur laktósaeinhýdrat 74.95 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Hvítar, kringlóttar töflur sem ekki eru filmuhúðaðar, með
deiliskoru á annarri hliðinni.
Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni
svo auðveldara sé að kyngja henni en
ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fyrirbyggjandi og til meðferðar á ferðaveiki (bílveiki,
sjóveiki, flugveiki).
Ógleði og uppköst.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Við ferðaveiki
_Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: _
1-2 töflur (25-50 mg) 1–2 klst. fyrir brottför og síðan á 12
klst.
fresti ef þörf krefur.
Við ógleði og uppköstum
Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 1 tafla tvisvar sinnum á
sólarhring.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir meklózíni, piperazínafleiðum eða einhverju
hjálparefnanna.
Kæfisvefn.
Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Vegna andkólínvirkra eiginleika lyfsins skal gæta varúðar við
þrönghornsgláku, þrengingar í
þvagblöðru, portþrengsli (pylorostenosis), minnkaðar
þarmahreyfingar, vöðvaslensfár og vitglöp.
Gæta skal varúðar við notkun Postafen hjá öldruðum. Mælt er
með því að aldraðir hefji
meklózínmeðferð með minnsta ráðlagða skammti þar sem þeir
eru viðkvæmari en aðrir fyrir
andkólínvirkum einginleikum meklózíns.
Gæta skal varúðar við staðfesta eða yfirvofandi
öndunarskerðingu og við krampatilhneigingu.
2
Forðast skal samhliða notkun Postafen og áfengis.
Hafa verður í huga að Postafen getur aukið áhrif annarra lyfja
sem hafa bælandi verkun á
miðtaugakerfi, andkólínvirkra lyfja og MAO-hemla (sjá kafla 4.5)
sé það gefið samhliða þeim og
nauðsynlegt getur verið að minnka skammta 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru