Vitamin AD3E pro injectione Stungulyf, lausn 176,47 / 50 / 100 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-11-2021

Virkt innihaldsefni:

Retinol Palmitate; Colecalciferolum INN; ALL-RAC-ALPHA-TOCOPHERYL ACETATE

Fáanlegur frá:

Bela-Pharm GmbH & Co. KG

ATC númer:

QA11JA

INN (Alþjóðlegt nafn):

Vítamínblöndur

Skammtar:

176,47 / 50 / 100 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

509296 Hettuglas hettuglös úr brúnu gleri af gerð II með brómóbútýltöppum og álhettum, pakkað í öskju

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2019-10-15

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL:
Vitamin AD
3
E pro injectione,
stungulyf, handa fyrir hestum, nautgripum, svín og hunda.
1.
HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA
SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR
Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:
bela-pharm GmbH & Co. KG
Lohner Str. 19
49377 Vechta
Þýskaland
2.
HEITI DÝRALYFS
Vitamin AD
3
E pro injectione
,
stungulyf, lausn handa hestum, nautgripum, svínum og hundum
Retínólpalmítat, all-rac alfatókóferýlasetat og
kólekalsíferól
3.
VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI
1 ml af stungulyfi, lausn inniheldur:
VIRKT INNIHALDSEFNI:
Retínólpalmítat
176,47 mg
(jafngildir 300.000 a.e. af A-vítamíni)
all-rac alfatókóferýlasetat
50,00 mg
(jafngildir 45,56 mg af alfatókóferóli)
(E-vítamín)
Kólekalsíferól olíulausn
100,00 mg
(inniheldur 2,5 mg af kólekalsíferóli; jafngildir 100.000 a.e. af D
3
-vítamíni)
Tær, gul lausn
4.
ÁBENDING(AR)
Meðferð við skorti á A-vítamíni, D-vítamíni og E-vítamíni.
5.
FRÁBENDINGAR
Gefið ekki dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis og eru með
fullnægjandi A-vítamínbirgðir
vegna möguleika á uppsöfnun í ætum vefjum.
Meðferðin með Vitamin AD
3
E er frábending ef um er að ræða vítamínofmagn.
Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju
hjálparefnanna.
6.
AUKAVERKANIR
Skammvinn bólga á stungustað getur komið fram. Í mjög
sjaldgæfum tilvikum geta ofnæmisviðbrögð
komið fram.
Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:
- Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum
10 dýrum sem fá meðferð)
- Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100
dýrum sem fá meðferð)
- Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum
1.000 dýrum sem fá meðferð)
- Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af
hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð)
- Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.00
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI DÝRALYFS
Vitamin AD
3
E pro injectione, stungulyf, lausn handa hestum, nautgripum, svínum
og hundum
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml af stungulyfi, lausn inniheldur:
VIRK INNIHALDSEFNI:
Retínólpalmítat
176,47 mg
(jafngildir 300.000 a.e. af A-vítamíni)
all-rac alfatókóferýlasetat
50,00 mg
(jafngildir 45,56 mg af alfatókóferóli)
(E-vítamín)
Kólekalsíferól olíulausn
100,00 mg
(inniheldur 2,5 mg af kólekalsíferóli; jafngildir 100.000 a.e. af D
3
-vítamíni)
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn
Tær, gul lausn
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
DÝRATEGUNDIR
Nautgripir, hestar, svín og hundar.
4.2
ÁBENDINGAR FYRIR TILGREINDAR DÝRATEGUNDIR
Meðferð við skorti á A-vítamíni, D-vítamíni og E-vítamíni.
4.3
FRÁBENDINGAR
Gefið ekki dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis og eru með
fullnægjandi A-vítamínbirgðir
vegna möguleika á uppsöfnun í ætum vefjum.
Meðferðin með Vitamin AD
3
E er frábending ef um er að ræða vítamínofmagn.
Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju
hjálparefnanna.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ FYRIR HVERJA DÝRATEGUND
Engin.
4.5
SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum
Ekki skal fara yfir ráðlagðan skammt og meðferðarlengd.
Gjöf fituleysanlegra vítamína í vöðva hjá hestum getur aukið
hættuna á vöðvabólgu og vöðvadrepi.
2
Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið
•
Ef sá sem annast lyfjagjöf sprautar sig með dýralyfinu fyrir
slysni, er ekki hægt að útiloka hættu á
vítamínofmagni í tengslum við A-vítamín. Því skal gefa lyfið
með mikilli varúð. Ef sá sem annast
lyfjagjöf sprautar sig með dýralyfinu fyrir slysni skal tafarlaust
leita til læknis og hafa meðferðis
fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins.
•
Rannsóknir með A-vítamíni á tilraunadýrum hafa sýnt fram á
fósturskemmdir. Þungaðar konur
skulu því ekki gefa lyfi
                                
                                Lestu allt skjalið