Ciprofloxacin Navamedic (Ciprofloxacin Villerton) Innrennslislyf, lausn 2 mg/ml

Country: Iceland

Language: Icelandic

Source: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Buy It Now

Download MMR (MMR)
25-11-2020

Active ingredient:

Ciprofloxacinum laktat

Available from:

Navamedic ASA

ATC code:

J01MA02

INN (International Name):

Ciprofloxacinum

Dosage:

2 mg/ml

Pharmaceutical form:

Innrennslislyf, lausn

Prescription type:

(R) Lyfseðilsskylt

Product summary:

106602 Poki Nexcelpoki í þynnu ; 505571 Poki Nexcelpoki í þynnu

Authorization status:

Markaðsleyfi útgefið

Authorization date:

2016-01-08

Patient Information leaflet

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
CIPROFLOXACIN NAVAMEDIC 2 MG/ML INNRENNSLISLYF, LAUSN
cíprófloxacín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Ciprofloxacin Navamedic og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Ciprofloxacin Navamedic
3.
Hvernig nota á Ciprofloxacin Navamedic
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Ciprofloxacin Navamedic
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CIPROFLOXACIN NAVAMEDIC OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Ciprofloxacin Navamedic er sýklalyf í flokki flúorkínólóna.
Virka efnið er cíprófloxacín.
Cíprófloxacín drepur bakteríur sem valda sýkingum. Það verkar
aðeins gegn ákveðnum
bakteríustofnum.
FULLORÐNIR
Ciprofloxacin Navamedic er notað til að meðhöndla eftirfarandi
bakteríusýkingar hjá fullorðnum:
•
sýkingar í neðri hluta öndunarvegar
•
langvarandi eða endurtekna eyrna- eða skútabólgu
•
þvagfærasýkingar
•
sýkingar í kynfærum kvenna og hjá körlum
•
sýkingar í meltingarfærum og kviðarholi
•
sýkingar í húð og mjúkvefjum
•
sýkingar í beinum og liðum
•
til að meðhöndla og fyrirbyggja sýkingar hjá sjúklingum með
mjög lítinn fjölda hvítra
blóðkorna (daufkyrningafæð)
•
innöndunarmiltisbrandur
Ef þú ert með alvarlega sýkingu eða sýkingu af völdum fleiri en
einnar b
                                
                                Read the complete document
                                
                            

Summary of Product characteristics

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Ciprofloxacin Navamedic 2 mg/ml innrennslislyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
Cíprófloxacínlaktat 2,544 mg/ml, sem samsvarar 2 mg/ml af
cíprófloxacíni.
Hjálparefni með þekkta verkun
Glúkósaeinhýdrat 55 mg/ml.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslislyf, lausn.
Tær lausn, án sýnilegra agna.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ciprofloxacin Navamedic innrennslislyf, lausn er ætlað til
meðferðar við eftirfarandi sýkingum (sjá
kafla 4.4 og 5.1). Veita skal tiltækum upplýsingum um ónæmi fyrir
cíprófloxacíni sérstaka athygli
áður en meðferð hefst.
_Fullorðnir _
•
Sýkingar í neðri öndunarvegi af völdum Gram-neikvæðra baktería
-
Versnun langvinnrar lungnateppu (_Við versnun langvinnrar lungnateppu
skal aðeins nota _
_Ciprofloxacin Navamedic innrennslislyf, lausn þegar talið er að
notkun annarra _
_bakteríulyfja, sem almennt eru ráðlögð til meðferðar gegn
þessum sýkingum, eigi ekki við)._
-
Výkingar í lungnaberkjum við slímseigjusjúkdóm (cystic fibrosis)
eða í berkjuskúlk
(bronchiectasis)
-
Lungnabólga
•
Langvinn eyrnabólga með ígerð
•
Versnun á langvinnri skútabólgu, einkum af völdum Gram-neikvæðra
baktería
•
Þvagfærasýkingar
-
Bráð nýra- og skjóðubólga
-
Flóknar þvagfærasýkingar
-
Blöðruhálskirtilsbólga af völdum baktería
•
Sýkingar í kynfærum
-
Eistnalyppu -eistnabólga af völdum _Neisseria gonorrhoeae_
-
Bólgusjúkdómur í grindarholi af völdum _Neisseria gonorrhoeae_
•
Sýkingar í meltingarvegi (t.d. ferðamannaniðurgangur)
•
Sýkingar í kviðarholi
•
Sýkingar í húð og mjúkvefjum af völdum Gram-neikvæðra
baktería
•
Illkynja bólga í ytra eyra
•
Sýkingar í beinum og liðum
•
Cíprófloxacín má nota til að meðhöndla sjúklinga með
daufkyrningafæð og hita sem talið er að
stafi af bakteríusýkingu
•
Innöndunarmiltisbrandur (fyrirbyggjandi meðferð og meðferð eftir
útsetningu)
2
_ _
_
                                
                                Read the complete document