Bactroban Smyrsli 20 mg/g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Download Vara einkenni (SPC)
18-02-2022

Virkt innihaldsefni:

Mupirocinum INN

Fáanlegur frá:

GlaxoSmithKline Pharma A/S

ATC númer:

D06AX09

INN (Alþjóðlegt nafn):

Mupirocinum

Skammtar:

20 mg/g

Lyfjaform:

Smyrsli

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

545681 Túpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1994-07-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
BACTROBAN 2% SMYRSLI
múpírócín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Bactroban og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Bactroban
3.
Hvernig nota á Bactroban
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Bactroban
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM BACTROBAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Bactroban er bakteríudrepandi sýklalyf.
Bactroban smyrsli er notað til meðhöndlunar á þurrum og vessandi
húðsýkingum af völdum ákveðinna
baktería.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA BACTROBAN
_ _
EKKI MÁ NOTA BACTROBAN
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir múpírócíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Gætið þess að fá Bactroban ekki í augun. Ef Bactroban berst
óvart í augu skal skola þau vandlega með
vatni.
Láttu lækninn vita ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi.
Bactroban skal ekki nota:
•
gegn sýkingu í auga
•
í nef
•
við stungustaði fyrir holnálar eða æðaleggi
Ef þú færð ofnæmisviðbrögð eða mikinn kláða þar sem
smyrslið er borið á skal hreinsa 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Bactroban 2% smyrsli.
2.
INNIHALDSLÝSING
Múpírócín 2% (20 mg/g)
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Smyrsli.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Húðsýkingar af völdum baktería sem eru næmar fyrir
múpírócíni.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_ _
_Skammtar: _
Fullorðnir, börn og aldraðir
Smyrslið er borið á 2-3 sinnum á dag í mest 10 daga, háð
svörun.
Meðferð skal ekki vara lengur en í 10 daga.
_ _
Þegar um er að ræða skerta lifrarstarfsemi: Sami skammtur og að
ofan.
Þegar um er að ræða skerta nýrnastarfsemi: Sjá kafla 4.4.
_Lyfjagjöf _
Bactroban smyrsli er borið á sýkt húðsvæði í þunnu lagi.
Setja má sáraumbúðir á húðsvæðið sem er meðhöndlað.
Þvoið hendur eftir að smyrslið hefur verið borið á.
Umfram smyrsli skal farga þegar meðferðinni er lokið.
Ekki má blanda smyrslinu við önnur lyf þar sem hætta er á
þynningu sem getur valdið því að
bakteríueyðandi virkni lyfsins minnkar og hugsanlega að
stöðugleiki múpírócíns í smyrslinu minnki.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp kafla 6.1.
2
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Í þeim tilvikum þar sem hugsanleg ofnæmisviðbrögð eða alvarleg
staðbundin erting koma fram við
notkun á Bactroban smyrsli skal hætta meðferð, hreinsa lyfið af
og hefja aðra viðeigandi meðferð.
Eins og á við um önnur sýklalyf getur langvarandi meðferð leitt
til vaxtar á örverum sem ekki eru
næmar fyrir lyfinu.
Greint hefur verið frá sýndarhimnuristilbólgu við notkun
sýklalyfja og getur hún verið allt frá því að
vera væg til þess að vera lífshættuleg. Mikilvægt er að hafa
þessa sjúkdómsgreiningu í huga hjá
sjúklingum sem fá niðurgang meðan á meðferð með sýklalyfi
stendur eða eftir að henni lýkur. Þó að
ólíklegt sé að þetta eigi sér stað við notkun múpírócíns
útvortis, skal stöðva
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru