Duraphat Tannpasta 5 mg/g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-11-2023

Virkt innihaldsefni:

Sodium fluoride

Fáanlegur frá:

Colgate Palmolive A/S

ATC númer:

A01AA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Natrii fluoridum

Skammtar:

5 mg/g

Lyfjaform:

Tannpasta

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

066411 Túpa ; 066422 Túpa PE/PET/ál

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2008-12-10

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DURAPHAT 500 MG/100 G TANNPASTA
flúor (sem natríumflúoríð)
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og tannlæknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið tannlækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Duraphat tannpasta og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Duraphat tannpasta
3.
Hvernig nota á Duraphat tannpasta
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Duraphat tannpasta
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DURAPHAT TANNPASTA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Duraphat tannpasta er notað til varnar gegn tannátu (tannskemmdum)
hjá unglingum 16 ára og eldri og
hjá fullorðnu fólki, sérstaklega hjá sjúklingum í hættu á
útbreiddri tannátu. Þetta tannpasta inniheldur
flúor í formi natríumsalts, sem tilheyrir hópi lyfja sem eru
kölluð tannátuverndandi efni.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DURAPHAT TANNPASTA
EKKI MÁ NOTA DURAPHAT TANNPASTA
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir natríumflúoríði eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp
í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
-
Duraphat tannpasta inniheldur mikinn flúor. Meðan á notkun Duraphat
tannpasta stendur á að
forðast notkun flúortaflna, dropa, tyggigúmmís, gels, lakks eða
flúorbætts vatns eða salts. Til
að forðast uppsöfnun flúors, þarf að reikna út heildarinntöku
þína á flúor áður en þú ferð að
nota þetta flúortannp
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Duraphat 500 mg/100 g tannpasta
2.
INNIHALDSLÝSING
1 g af tannpasta inniheldur 5 mg af flúor (sem natríumflúoríð),
sem jafngildir 5000 ppm af flúor.
Hjálparefni með þekkta verkun:
1 g af tannpasta inniheldur 5 mg af natríumbensóati (E211).
1 g af tannpasta inniheldur 10 mg af spearmint bragðefni með
ofnæmisvöldum.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tannpasta.
Blátt pasta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til varnar tannskemmdum hjá unglingum og fullorðnum, einkum hjá
sjúklingum í hættu á útbreiddri tannátu
(á krónu og/eða rót).
Eingöngu til notkunar fyrir einstaklinga 16 ára og eldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Má ekki kyngja.
Burstið vandlega daglega:
-setjið 2 cm af tannpasta á tannburstann fyrir hverja burstun. 2 cm
gefa 3-5 mg af flúor.
-3 sinnum á dag, eftir hverja máltíð.
-lóðrétt, frá tannholdi að bitfleti.
Vönduð tannburstun tekur um það bil 3 mínútur.
Spýtið froðunni.
NOTKUN:
Til nota á tennur.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
2
Duraphat 500 mg/100 g tannpasta er ekki ætlað til nota fyrir börn
og unglinga undir 16 ára aldri (sjá
kafla 4.2).
Þetta tannpasta inniheldur mikið af flúor. Þess vegna þarf að
leita álits þjálfaðs heilbrigðisstarfsmanns,
svo sem tannlæknis, lyfjafræðings eða munnhirðufræðings áður
en varan er notuð.
Of stór skammtur flúors gæti leitt til flúoreitrunar. Áður en
lyf sem innihalda flúor eins og Duraphat
eru notuð, á að meta heildarinntöku flúors (t.d. drykkjarvatn,
flúorbætt salt, önnur lyf sem innihalda
flúor –töflur, dropar, tyggigúmmí eða tannkrem). Forðast á
notkun flúortaflna, dropa, tyggigúmmís,
gels, lakks og flúorbætts vatns eða salts meðan á notkun Duraphat
tannpasta stendur.
Við útreikninga á ráðlögðu flúormagni til neyslu, sem er alls
0,05 mg/kg daglega alls, hvaðan se
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru