Fluanxol Depot Stungulyf, lausn 20 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
21-07-2014

Virkt innihaldsefni:

Flupenthixolum dekanóat (Cis)

Fáanlegur frá:

H. Lundbeck A/S*

ATC númer:

N05AF01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Flupentixolum

Skammtar:

20 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

151191 Lykja

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1967-12-15

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
FLUANXOL
® DEPOT 20 MG/ML STUNGULYF, LAUSN
flúpentixól (á formi dekanóats)
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða heilbrigðisstarfsfólksins ef þörf er
á frekari upplýsingum.
•
Látið lækninn eða heilbrigðisstarfsólkið vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Fluanxol Depot og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Fluanxol Depot
3.
Hvernig nota á Fluanxol Depot
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Fluanxol Depot
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FLUANXOL DEPOT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Fluanxol Depot er lyf við geðsjúkdómum.
Fluanxol Depot virkar á ákveðin svæði í heilanum og hjálpar til
við að leiðrétta ójafnvægið í heilanum
sem er ástæða einkennanna.
•
Þú gætir fengið Fluanxol Depot við geðsjúkdómum en þó ekki
þunglyndi
Lyfið er með forðaverkun þannig að verkunin varir í langan
tíma.
Þú færð Fluanxol Depot sem stungulyf. Yfirleitt sér læknir eða
hjúkrunarfræðingur um inndælinguna.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað Fluanxol Depot við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en
tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum
læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA FLUANXOL DEPOT
ÞÚ MÁTT EKKI FÁ FLUANXOL DEPOT
•
Ef þú ert með ofnæmi fyrir flúpentixóli eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6)
•
Ef þú ert undir áhrifum áfengis, sterkra verkjalyfja (morfíns)
eða lyfja við flogaveiki
(fenóbarbitals)
•
Ef þú ert með mikið lækkaðan blóðþrýsting eða hjartabilun
Athugið: Me
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1/10
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Fluanxol Depot 20 mg/ml stungulyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Flúpentixóldekanóat 20 mg/ml.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
Tær, litlaus til ljósgulleit olía, sem er nokkurn veginn án agna.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Geðrof (psycosis) fyrir utan innlægt þunglyndi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir: _
Skammtastærð og tími milli lyfjagjafa fer eftir ástandi
sjúklings.
_ _
Í viðhaldsmeðhöndlun eru skammtar venjulega 20 – 40 mg (1-2 ml)
á 2 – 4 vikna fresti eftir svörun
sjúklings.
Sumir sjúklingar þurfa stærri skammta eða styttri tíma á milli
lyfjagjafa. Fluanxol Depot 20 mg/ml er ekki
ætlað sjúklingum sem þurfa róandi áhrif. Þegar magn stungulyfs
verður meira en 2 ml þá skal skipta því
niður á tvo stungustaði.
Þegar meðhöndlun er breytt frá Fluanxol til inntöku yfir í
viðhaldsmeðferð með Fluanxol Depot er hægt
að styðjast við eftirfarandi :
x mg til inntöku daglega svarar til 4x mg dekanóat á 2 vikna
fresti.
x mg til inntöku daglega svarar til 8x mg dekanóat á 4 vikna
fresti.
Fluanxol er gefið áfram til inntöku í u.þ.b. 1 viku eftir fyrstu
inndælinguna, en með jafnri lækkun
skammta.
_Aldraðir _
Gæta skal varúðar í skömmtun til eldri sjúklinga.
_Börn _
Ekki er mælt með notkun lyfsins fyrir börn þar sem klíníska
reynslu skortir.
_Skert nýrnastarfsemi_.
Venjulegir skammtar.
2/10
_Skert lifrastarfsemi. _
Gæta skal varúðar við skömmtun hjá sjúklingum með skerta
lifrastarfsemi.
_Meðferðarlengd _
Fer eftir gerð sjúkdómsins. Meðhöndlun í lengri tíma en eitt
ár getur verið nauðsynleg við langvinnum
geðrofum.
Til inndælingar í vöðva (i.m.).
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
Lækkað meðvitundarstig af hvaða ástæðu sem er (t.d. vegna
eitrana af völdum áfengis, barbitúrata eða
ópíata), lost og meðvitunda
                                
                                Lestu allt skjalið