Inaqovi

Land: Evrópusambandið

Tungumál: íslenska

Heimild: EMA (European Medicines Agency)

Download Vara einkenni (SPC)
30-11-2023

Virkt innihaldsefni:

cedazuridine, decitabine

Fáanlegur frá:

Otsuka Pharmaceutical Netherlands B.V.

ATC númer:

L01BC58

INN (Alþjóðlegt nafn):

cedazuridine, decitabine

Meðferðarhópur:

Æxlishemjandi lyf

Lækningarsvæði:

Kyrningahvítblæði, mergbólga

Ábendingar:

Inaqovi is indicated as monotherapy for the treatment of adult patients with newly diagnosed acute myeloid leukaemia (AML) who are ineligible for standard induction chemotherapy.

Leyfisstaða:

Leyfilegt

Leyfisdagur:

2023-09-15

Upplýsingar fylgiseðill

                                25
B. FYLGISEÐILL
26
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
INAQOVI 35 MG/100 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
decitabin/cedazuridin
Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar
um öryggi lyfsins komist fljótt og
örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því
að tilkynna aukaverkanir sem koma fram.
Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á
aukaverkanir.
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Inaqovi og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Inaqovi
3.
Hvernig nota á Inaqovi
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Inaqovi
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM INAQOVI OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
INAQOVI INNIHELDUR
Inaqovi er krabbameinslyf. Það inniheldur virku efnin decitabin og
cedazuridin.
VIÐ HVERJU INAQOVI ER NOTAÐ
Inaqovi er notað eitt og sér til að meðhöndla brátt
mergfrumuhvítblæði hjá fullorðnum þegar
krabbameinslyfjameðferð er ekki talin henta. Þú færð Inaqovi
þegar þú greinist fyrst með brátt
mergfrumuhvítblæði.
Brátt mergfrumuhvítblæði er tegund krabbameins sem hefur áhrif á
hvít blóðkorn sem nefnast
mergfrumur. Þegar brátt mergfrumuhvítblæði er til staðar fjölga
mergfrumur sér og vaxa mjög hratt í
beinmerg og blóði.
HVERNIG INAQOVI VIRKAR
Inaqovi inniheldur t
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
VIÐAUKI I
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
2
Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar
um öryggi lyfsins komist fljótt og
örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að
tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er
um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig
tilkynna á aukaverkanir.
1.
HEITI LYFS
Inaqovi 35 mg/100 mg filmuhúðaðar töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 35 mg decitabin og 100 mg
cedazuridin.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 306 mg af laktósa (sem
laktósaeinhýdrat).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla (tafla).
Rauð, sporöskjulaga, tvíkúpt tafla, 14 mm í þvermál, slétt á
annarri hliðinni og með „H35“ ígreyptu á
hinni hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Inaqovi er ætlað til staklyfsmeðferðar hjá fullorðnum
sjúklingum með nýgreint brátt
mergfrumuhvítblæði þar sem stöðluð upphafsmeðferð með
krabbameinslyfjum á ekki við.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Læknir með reynslu af notkun krabbameinslyfja verður að hefja og
hafa eftirlit með meðferð.
Skammtar
Ráðlagður skammtur af Inaqovi er 1 tafla einu sinni á dag á
dögum 1 til 5 í hverri 28 daga
meðferðarlotu.
Endurtaka skal meðferðarlotur með 28 daga fresti. Halda skal
meðferð áfram í að minnsta kosti 4
meðferðarlotur þar til sjúkdómurinn versnar eða fram kemur
óviðunandi eiturverkun. Það getur þurft
fleiri en 4 meðferðarlotur til að fá fulla svörun eða
hlutasvörun.
•
Ekki er ráðlagt að skipta yfir í decitabinlyf gefið í bláæð
innan meðferðarlotu.
•
Íhuga skal lyfjaforgjöf með hefðbundnu velgjuvarnandi lyfi fyrir
hvern skammt til að draga úr
ógleði og uppköstum (sjá kafla 4.4).
•
Íhuga skal að fresta eða minnka skammt hverrar meðferðarlotu
fyrir sjúklinga sem fá eituráhrif í
blóði og eituráhrif sem ekki tengjast blóði (sjá „Aðlögun
skammta“).
3

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Skjöl á öðrum tungumálum

Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill búlgarska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni búlgarska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla búlgarska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill spænska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni spænska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla spænska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill tékkneska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni tékkneska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla tékkneska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill danska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni danska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla danska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill þýska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni þýska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla þýska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill eistneska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni eistneska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla eistneska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill gríska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni gríska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla gríska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill enska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni enska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla enska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill franska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni franska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla franska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill ítalska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni ítalska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla ítalska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill lettneska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni lettneska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla lettneska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill litháíska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni litháíska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla litháíska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill ungverska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni ungverska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla ungverska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill maltneska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni maltneska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla maltneska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill hollenska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni hollenska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla hollenska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill pólska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni pólska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla pólska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill portúgalska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni portúgalska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla portúgalska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill rúmenska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni rúmenska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla rúmenska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill slóvakíska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni slóvakíska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla slóvakíska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill slóvenska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni slóvenska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla slóvenska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill finnska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni finnska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla finnska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill sænska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni sænska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla sænska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill norska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni norska 30-11-2023
Upplýsingar fylgiseðill Upplýsingar fylgiseðill króatíska 30-11-2023
Vara einkenni Vara einkenni króatíska 30-11-2023
Opinber matsskýrsla Opinber matsskýrsla króatíska 30-11-2023

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru

Skoða skjalasögu