Oviderm Krem 250 mg/g

Land: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Download Vara einkenni (SPC)
31-12-2021

Virkt innihaldsefni:

Propylene Glycol

Fáanlegur frá:

Galenica AB

ATC númer:

D02AX

INN (Alþjóðlegt nafn):

Önnur mýkjandi og húðverndandi lyf

Skammtar:

250 mg/g

Lyfjaform:

Krem

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

094843 Túpa Plasttúpa með hvítu smelluloki úr pólýprópýleni. ; 124908 Fjölskammtaílát með dælu Plastílát (pólýprópýlen) með pumpu.

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2017-07-28

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
OVIDERM 250 MG/G KREM
própýlenglýkól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Oviderm og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Oviderm
3.
Hvernig nota á Oviderm
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Oviderm
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM OVIDERM OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Oviderm er mýkjandi krem sem inniheldur virka efnið
própýlenglýkól (25%). Própýlenglýkól hefur
vatnsbindandi eiginleika og að einhverju leyti örverueyðandi
áhrif, á ákveðnar bakteríur og sveppi.
Oviderm er notað til meðhöndlunar á húðþurrki hjá fullorðnum
og börnum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA OVIDERM
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA OVIDERM:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir própýlenglýkóli eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin
upp í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Berið ekki Oviderm
-á brennt húðsvæði
-í eyrnahlustir vegna þess að própýlenglýkól getur valdið
eyrnaskaða
MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF
Engin áhætta af notkun kremsins á með
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Oviderm 250 mg/g krem
2.
INNIHALDSLÝSING
1 gramm af kremi inniheldur 250 mg af própýlenglýkóli.
Hjálparefni með þekkta verkun:
50 mg af cetósterýlalkóhóli í hverju grammi af kremi.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Krem.
Hvítt, lyktarlaust krem.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Oviderm er notað til meðferðar við húðþurrki.
_ _
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_ _
_Fullorðnir (einnig aldraðir), unglingar og börn: _
Nota má kremið eftir þörfum, helst nokkrum sinnum á dag og alltaf
eftir snertingu við vatn.
Lyfjagjöf
Til notkunar á húð.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Ekki má nota Oviderm á brennt húðsvæði. Greint hefur verið frá
eiturverkunum (aukinni flæðispennu,
blóðsýringu) eftir notkun lyfja sem innihalda própýlenglýkól á
húð þegar þau eru notuð í miklu magni.
Eiturverkanirnar hafa einkum komið fram við meðhöndlun útbreiddra
brunasára. Börn virðast vera
viðkvæmari fyrir þeim en fullorðnir.
Forðist að bera kremið í hlustir vegna þess að
própýlenglýkól kann að hafa eiturhrif á heyrnartaug eða innra
eyra.
Oviderm inniheldur cetósterýlalkóhól sem getur valdið
staðbundnum viðbrögðum í húð (t.d. snertihúðbólgu).
4.5
MILLIVERKANIR VIÐ ÖNNUR LYF OG AÐRAR MILLIVERKANIR
2
Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.
4.6
FRJÓSEMI, MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF
_ _
Meðganga
Engin áhætta af notkun kremsins á meðgöngu er þekkt.
Brjóstagjöf
Konur sem eru með barn á brjósti mega ekki nota Oviderm á eða í
kringum geirvörtur til að koma í veg fyrir
að própýlenglýkól berist í munn barnsins.
Frjósemi
Engin þekkt áhætta.
4.7
ÁHRIF Á HÆFNI TIL AKSTURS OG NOTKUNAR VÉLA
Á ekki við.
4.8
AUKAVERKANIR
Aukaverkanirnar eru flokkaðar eftir MedDRA-líffæraflokkum innan
hvers
                                
                                Lestu allt skjalið