Pevaryl Krem 10 mg/g

Land: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Download Vara einkenni (SPC)
18-01-2021

Virkt innihaldsefni:

Econazolum nítrat

Fáanlegur frá:

Trimb Healthcare AB

ATC númer:

D01AC03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Econazolum

Skammtar:

10 mg/g

Lyfjaform:

Krem

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

597567 Túpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1978-04-27

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PEVARYL 1% KREM
econazolnítrat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 7 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Pevaryl og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Pevaryl
3.
Hvernig nota á Pevaryl
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Pevaryl
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PEVARYL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Pevaryl er notað til meðferðar við fótsvepp.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 7 daga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PEVARYL
_ _
EKKI MÁ NOTA PEVARYL
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir econazolnítrati eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Pevaryl á eingöngu að nota á húð, ekki í augu eða munn. Þegar
kremið er borið á skal þess gætt að það
berist ekki í augu, þvoðu því hendurnar eftir hverja meðferð.
Ef þér hefur verið ávísað meðferð, sem er ætluð fyrir
hendurnar ættir þú hins vegar ekki að þvo
hendurnar eftir meðferðina.
NOTKUN ANNARRA LYFJA SAMHLIÐA PEVARY
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Pevaryl 1% krem.
2.
INNIHALDSLÝSING
Econazolnítrat 1%.
Hjálparefni með þekkta verkun
Bensósýra 2 mg, bútýlhýdroxýanisól 0,052 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Krem.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sveppasýking (húðsveppasýkingar af völdum
_Trichophyton_
,
_Epidermophyton_
og
_Microsporum_
tegunda), hvítsveppasýki (candidiasis), litbrigðasveppasýking
(pityriasis versicolor).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Til staðbundinnar meðferðar á húð.
Fullorðnir og börn eldri en 10 ára:
Berið Pevaryl á sýkt húðsvæði að morgni og að kvöldi.
Nuddið kreminu varlega inn með fingri.
Fyrir meðferð við fótsveppum skal þvo fæturna og þurrka þá
vel.
Meðferðin á að vara í minnst 2 vikur eftir að einkennin eru
horfin.
Við sýkingu á höndum er mælt með að kremið sé borið á eftir
hvern handþvott.
Ekki má nota lyfið handa börnum yngri en 10 ára án samráðs við
lækni.
Pevaryl krem hentar vel til meðferðar við öllum
húðsveppasýkingum án tillits til tegundar eða
staðsetningar.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Einungis til útvortis notkunar. Pevaryl krem má ekki nota í augu
eða munn. Gæta skal sérstakrar
varúðar við meðhöndlun nálægt augum.
Pevaryl krem inniheldur bensósýru sem getur haft væg ertandi áhrif
á húð, augu og slímhúð.
Bensósýra getur aukið á gulu (gulnun húðar og augna) nýbura
(allt að 4 vikna).
Pevaryl krem inniheldur bútýlhýdroxýanisól sem getur valdið
staðbundnum aukaverkunum í húð (t.d.
snertiofnæmi) eða haft ertandi áhrif á augu og slímhúð.
Ef einhver merki um ertingu eða ofnæmi koma fram skal hætta
meðferð.
2
4.5
MILLIVERKANIR VIÐ ÖNNUR LYF OG AÐRAR MILLIVERKANIR
Econazol er þekktur CYP3A4/2C9 hemill. Þrátt fyrir takmarkað
altækt (systemic) aðgengi, eftir
notkun á
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru