Vectavir Krem 1%

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-06-2021

Virkt innihaldsefni:

Penciclovirum INN

Fáanlegur frá:

Perrigo Sverige AB

ATC númer:

D06BB06

INN (Alþjóðlegt nafn):

Penciclovirum

Skammtar:

1%

Lyfjaform:

Krem

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

452215 Túpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1997-04-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
VECTAVIR
KREM 10 MG/G
PENCÍKLÓVÍR
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og lyfjafræðingur hefur
mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er
minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 4 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Vectavir og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Vectavir
3.
Hvernig nota á Vectavir
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Vectavir
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM VECTAVIR OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Vectavir krem er notað til meðferðar á áblæstri af völdum
Herpes veiru.
Vectavir má nota bæði áður en blöðrur hafa myndast (við sting
eða kláða) og eftir að blöðrur hafa
myndast. Með Vectavir grær áblásturinn hraðar og
sársaukatímabilið styttist.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 4 daga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA VECTAVIR
EKKI MÁ NOTA VECTAVIR
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir pencíklóvíri, famcíklóvíri
eða einhverju öðru innihaldsefni Vectavir
(talin upp í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Vectavir
er notað.
Vectavir má einungis nota á sár á vörum eða í kringum munn.
Vectavir má ekki nota á slímh
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Vectavir 10 mg/ml krem
2.
INNIHALDSLÝSING
Pencíklóvír 10 mg/g
Hjálparefni með þekkta verkun
Cetosterýlalkóhól 77 mg/g
Própýlenglýkól 417 mg/g
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Krem
Útlit: Hvítt krem.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Áblástur á vörum eða í andliti af völdum herpes simplex hjá
fullorðnum (þ.m.t. öldruðum) og börnum
eldri en 12 ára.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Fullorðnir og börn 12 ára og eldri:
Borið á með um 2 klukkustunda millibili yfir daginn. Meðferð á
að standa yfir í 4 sólarhringa. Hefja
skal meðferð eins fljótt og hægt er eftir að fyrstu einkenni
sýkingar koma fram. Þótt meðferð hefjist
þegar sjúkdómurinn er lengra á veg kominn (þegar blöðrur hafa
myndast) stuðlar lyfið einnig að því að
sár grói, sársauki minnki og veirusýkingin standi skemur yfir hjá
sjúklingum.
Börn:
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá börnum yngri
en 12 ára. Upplýsingar liggja ekki
fyrir.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir pencíklóvíri, famcíklóvíri eða einhverju
hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Kremið má eingöngu nota á sár á vörum eða í andliti. Það
má ekki bera á slímhúðir (t.d. í augu, munn,
nef eða kynfæri). Sérstaklega skal forðast áburð í eða kringum
augu.
Verulega ónæmisbældum sjúklingum (t.d. HIV-smituðum sjúklingum
eða sjúklingum sem hafa farið í
beinmergsígræðslu) er ráðlagt að hafa samband við lækni ef
þörf er á meðferð með lyfi til inntöku.
Inniheldur cetósterýlalkóhól sem getur valdið staðbundnum
húðviðbrögðum (t.d. snertihúðbólgu).
2
Lyfið inniheldur cetosterýlalkóhól sem getur valdið staðbundnum
húðviðbrögðum (t.d.
snertihúðbólgu) og 417 mg af própýlenglýkóli í hverju grammi
af kremi sem getur valdið húðertingu.
4.5
MILLIVERKANIR VIÐ ÖNNUR LYF OG AÐRAR MILLIVERKANIR
En
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru