Xylocain Hlaup 20 mg/g

Land: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Download Vara einkenni (SPC)
16-08-2022

Virkt innihaldsefni:

Lidocainum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Aspen Pharma Trading Limited

ATC númer:

N01BB02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Lidocainum

Skammtar:

20 mg/g

Lyfjaform:

Hlaup

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

453053 Túpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1985-11-04

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
XYLOCAIN HLAUP 20 MG/G
lídókaínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Xylocain hlaup og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Xylocain hlaup
3.
Hvernig nota á Xylocain hlaup
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Xylocain hlaup
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM XYLOCAIN HLAUP OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Xylocain er staðdeyfilyf. Það virkar á nokkrum mínútum.
Xylocain hlaup má nota hjá fullorðnum og börnum í öllum
aldurshópum.
Xylocain hlaup er notað til að deyfa staðbundið fyrir ýmsar
skoðanir í endaþarmi, öndunarvegi eða
þegar leggur er settur upp.
Það má einnig nota Xylocain til að deyfa sársauka af völdum
bólgu í þvagblöðru og þvagrás og til
verkjadeyfingar eftir umskurð hjá drengjum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA XYLOCAIN HLAUP
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA XYLOCAIN HLAUP
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir lídókaíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir staðdeyfilyfjum af sama flokki og
Xylocain (t.d.
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Xylocain 20 mg/g hlaup.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 g af Xylocain hlaupi inniheldur: Lidocainhýdróklóríð 20 mg.
_ _
Hjálparefni með þekkta verkun:
Methýlparahýdroxýbenzóat (E218)
Própýlparahýdroxýbenzóat (E216).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hlaup.
Xylocain hlaup er tært eða næstum tært, lítið eitt litað hlaup.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til yfirborðsdeyfingar við speglunarrannsóknir.
•
Blöðruspeglun, þegar verið er að koma fyrir legg, við ómskoðun
og aðrar aðgerðir á þvagrás hjá
körlum og konum.
•
Í nef og nefkok við speglun t.d. magaspeglun og berkjuspeglun.
•
Við endaþarms- og ristilspeglun.
•
Barkaþræðing (tracheal intubation).
Til verkjadeyfingar í tengslum við blöðrubólgu og
þvagrásarbólgu.
Til verkjadeyfingar eftir umskurð hjá drengjum.
Ábendingar fyrir Xylocain hlaup eiga við um fullorðna og börn á
öllum aldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Xylocain hlaup veldur skjótri og mikilli deyfingu á slímhúðum og
deyfing helst lengi (u.þ.b.
20-30 mín.). Deyfing kemur venjulega fljótt fram (innan 5 mín.
háð því svæði sem lyfið er notað á).
Eins og við á um önnur staðdeyfilyf byggist öryggi og verkun
lidocains á réttum skammti, réttum
notkunarhætti, viðeigandi varkárni og þess að vera viðbúin
hættuástandi.
Eftirfarandi skammtar eru til leiðbeiningar. Reynsla og þekking
læknis á líkamlegu ástandi sjúklings er
mikilvæg við útreikning á viðeigandi skammti.
Frásog um slímhúðir er breytilegt, en er sérstaklega mikið frá
berkjum. Frásog Xylocain hlaups í
nefholi er venjulega minna en úr öðrum lyfjaformum sem innihalda
lidocain. Blóðþéttni lidocains eftir
notkun hlaupsins á óskaddaða þvagrás og þvagblöðru í
skömmtum allt að 800 mg er frekar lág og
undir þéttni sem veldur eitrun.
2
Á lasburða eða aldraða sjúklinga, börn eldri en 12 ára,
alvarlega veika sjúklinga eða sjúklinga með
b
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru