Zovirax (Zovir) Innrennslisstofn, lausn 500 mg/hgl.

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
05-12-2022

Virkt innihaldsefni:

Aciclovirum INN

Fáanlegur frá:

GlaxoSmithKline Pharma A/S

ATC númer:

J05AB01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Aciclovirum

Skammtar:

500 mg/hgl.

Lyfjaform:

Innrennslisstofn, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

013177 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1995-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ZOVIRAX 500 MG INNRENNSLISSTOFN, LAUSN
acíklóvír
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Zovirax og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Zovirax
3.
Hvernig nota á Zovirax
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Zovirax
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ZOVIRAX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Zovirax er lyf við sýkingum af völdum mismunandi herpes-veira.
Lyfið er eingöngu til nota á sjúkrahúsum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ZOVIRAX
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA ZOVIRAX
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir acíklóvíri, valacíklóvíri eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
-
Ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi skaltu gæta þess að drekka
nægan vökva.
-
Hjá öldruðum er sérstaklega mikilvægt að gæta þess að drekka
nægan vökva.
NOTKUN ANNARRA LYFJA SAMHLIÐA ZOVIRAX
Það getur haft áhrif á verkun meðferðarinnar ef lyfið er notað
samhliða ákveðnum öðrum lyfjum. Látið
lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið
notuð eða kynnu að verða not
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Zovirax 500 mg innrennslisstofn, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Frostþurrkað acíklóvírnatríum sem jafngildir 500 mg af
acíklóvíri.
Hjálparefni með þekkta verkun
Zovirax 500 mg: Inniheldur um það bil 56,06 mg af natríum í hverju
hettuglasi.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslisstofn, lausn.
Duftið er hvítt.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Herpes simplex-sýkingar hjá sjúklingum með ónæmisbælingu.
Varnandi meðferð gegn herpes simplex-sýkingum hjá sjúklingum með
ónæmisbælingu.
Alvarlegar frumkomnar herpes-sýkingar á kynfærasvæði.
Heilabólga af völdum herpes simplex.
Herpes simplex-sýking hjá nýburum.
Frumkomnar eða endurteknar sýkingar af völdum varicella
zoster-veiru (hlaupabóla/ristill) hjá
sjúklingum með ónæmisbælingu.
Alvarlegar endurteknar sýkingar af völdum varicella zoster-veiru
(ristill) hjá sjúklingum með eðlilegt
ónæmiskerfi.
Varnandi meðferð gegn sýkingum af völdum cýtómegalóveiru (CMV)
hjá sjúklingum sem gengist
hafa undir beinmergsígræðslu.
_Takmarkanir á notkun._
Eingöngu til notkunar á sjúkrahúsi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Zovirax er gefið með hægu innrennsli í bláæð á 1 klukkustund.
Einnig má gefa Zovirax í bláæð með innrennslisdælu sem 25 mg/ml
stofnlausn, gefið sem hægt
innrennsli á einni klukkustund. Meðferðin varir yfirleitt í 5 daga
en meðferðarlengd skal íhuga á
grundvelli ástands sjúklings og svörun við meðferð. Tímalengd
varnandi meðferðar með Zovirax
ræðst af því tímabili sem talið er að um hættu sé að ræða.
_ _
Sjúklingar sem eru of þungir skulu fá Zovirax í skömmtum fyrir
fullorðna samkvæmt kjörþyngd
fremur en raunþyngd.
2
SKAMMTAR ÞEGAR NÝRNASTARFSEMI ER EÐLILEG
Sjúklingar með ónæmisbælingu
_Herpes simplex-sýkingar (að frátalinni heilabólgu af völdum
herpes):_
5 mg/kg (ungbörn og börn eldri
en 3 mánaða: 10 mg/kg) á 8 klst. fresti.
_Varicella
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru