Norditropin FlexPro Stungulyf, lausn 10/1,5 mg/ml

Nazione: Islanda

Lingua: islandese

Fonte: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Compra

Scarica Foglio illustrativo (PIL)
09-01-2023
Scarica Scheda tecnica (SPC)
09-01-2023

Principio attivo:

Somatropinum INN

Commercializzato da:

Novo Nordisk A/S*

Codice ATC:

H01AC01

INN (Nome Internazionale):

Somatropinum

Dosaggio:

10/1,5 mg/ml

Forma farmaceutica:

Stungulyf, lausn

Tipo di ricetta:

(R Z) Sérfræðingsmerkt (og lyfseðilsskylt)

Dettagli prodotto:

092631 Áfylltur lyfjapenni Glært gler af gerð I

Stato dell'autorizzazione:

Markaðsleyfi útgefið

Data dell'autorizzazione:

2010-02-12

Foglio illustrativo

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
NORDITROPIN FLEXPRO 10 MG/1,5 ML STUNGULYF, LAUSN Í ÁFYLLTUM
LYFJAPENNA
sómatrópín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
–
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
–
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
–
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
–
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Norditropin FlexPro og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Norditropin FlexPro
3.
Hvernig nota á Norditropin FlexPro
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Norditropin FlexPro
6.
Aðrar upplýsingar
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN NORDITROPIN FLEXPRO
1.
UPPLÝSINGAR UM NORDITROPIN FLEXPRO OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Norditropin FlexPro inniheldur vaxtarhormón manna sem nefnist
sómatrópín og er framleitt með
erfðatækni. Það er nákvæmlega eins og vaxtarhormónið sem
myndast í líkamanum.
Börn þurfa vaxtarhormón til að vaxa en fullorðnir þurfa einnig
vaxtarhormón til að viðhalda
heilbrigði.
NORDITROPIN FLEXPRO ER NOTAÐ TIL MEÐFERÐAR Á VAXTARSKERÐINGU HJÁ
BÖRNUM:
•
ef lítið eða ekkert vaxtarhormón myndast í líkamanum (skortur á
vaxtarhormóni)
•
ef þau eru með Turners heilkenni (arfgengan sjúkdóm sem getur
valdið vaxtarskerðingu)
•
ef þau eru með skerta nýrnastarfsemi
•
ef þau eru smávaxin og hafa fæðst lítil miðað við lengd
meðgöngu
•
ef þau eru með Noonan heilkenni (arfgengan sjúkdóm sem getur
valdið vaxtarskerðingu).
NORDITROPIN FLEXPRO ER NOTAÐ TIL UPPBÓTARMEÐFERÐAR MEÐ
VAXTARHORMÓNI HJÁ FUL
                                
                                Leggi il documento completo
                                
                            

Scheda tecnica

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Norditropin FlexPro 5 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í áfylltum
lyfjapenna
Norditropin FlexPro 10 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í áfylltum
lyfjapenna
Norditropin FlexPro 15 mg/1,5 ml, stungulyf, lausn í áfylltum
lyfjapenna
2.
INNIHALDSLÝSING
Norditropin FlexPro: 5 mg/1,5 ml
Einn ml af lausninni inniheldur 3,3 mg sómatrópín
Norditropin FlexPro: 10 mg/1,5 ml
Einn ml af lausninni inniheldur 6,7 mg sómatrópín
Norditropin FlexPro: 15 mg/1,5 ml
Einn ml af lausninni inniheldur 10 mg sómatrópín
sómatrópín (er framleitt með DNA-raðbrigðatækni í E.coli)
1 mg af sómatrópíni samsvarar 3 a.e. (alþjóðlegum einingum) af
sómatrópíni
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna
Tær, litlaus lausn
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Börn:
Ófullnægjandi vöxtur vegna skorts á vaxtarhormóni.
Ófullnægjandi vöxtur hjá stúlkum vegna afbrigðilegs þroska
eggjastokka (Turners heilkennis).
Of lítill vöxtur hjá börnum sem ekki eru orðin kynþroska vegna
langvarandi nýrnasjúkdóms.
Vaxtartruflun (núverandi hæð SDS < -2,5 og framreiknuð hæð SDS
er < -1 miðað við hæð foreldra)
hjá smávöxnum börnum sem fæðast lítil miðað við lengd
meðgöngu (SGA), þegar fæðingarþyngd
og/eða lengd við fæðingu er undir -2 SD, og þau hafa ekki tekið
vaxtarkipp (HV SDS (= Height
Velocity Standard Deviation Score) er < 0 á liðnu ári) við 4 ára
aldur eða síðar.
Ófullnægjandi vöxtur vegna Noonan heilkennis.
Fullorðnir:
Skortur á vaxtarhormóni frá barnæsku:
Hjá sjúklingum með skort á vaxtarhormóni frá barnæsku skal
endurmeta seytingu vaxtarhormóna eftir
að lengdarvöxtur stöðvast. Ekki er þörf á rannsókn hjá þeim
sem skortir fleiri en þrjú
heiladingulshormón, hjá þeim sem eru með skilgreindan alvarlegan
arfbundinn skort á vaxtarhormóni,
2
vegna afbrigðilegrar vefjasamsetningar í undirstúku-heiladinguls,
vegna æxla í miðtaugakerfi eða

                                
                                Leggi il documento completo