Flagyl Leggangastíll 500 mg

Šalis: Islandija

kalba: islandų

Šaltinis: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Nusipirk tai dabar

Parsisiųsti Pakuotės lapelis (PIL)
22-05-2023
Parsisiųsti Prekės savybės (SPC)
22-05-2023

Veiklioji medžiaga:

Metronidazolum INN

Prieinama:

Sanofi-aventis Norge AS

ATC kodas:

G01AF01

INN (Tarptautinis Pavadinimas):

Metronidazolum

Dozė:

500 mg

Vaisto forma:

Leggangastíll

Recepto tipas:

(R) Lyfseðilsskylt

Produkto santrauka:

151217 Stakskammtaílát

Autorizacija statusas:

Markaðsleyfi útgefið

Leidimo data:

1966-12-30

Pakuotės lapelis

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
FLAGYL 500 MG LEGGANGALEGGANGASTÍLAR
metrónídazól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Flagyl leggangastíla og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Flagyl leggangastíla
3.
Hvernig nota á Flagyl leggangastíla
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Flagyl leggangastíla
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FLAGYL LEGGANGASTÍLA
OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Flagyl verkar gegn sýkingum af völdum ákveðinna tegunda baktería
og annarra örvera (frumdýra).
Flagyl leggangastílar eru notaðir ásamt Flagyl töflum til
meðferðar á sýkingum í leggöngum af
völdum ákveðinnar tegundar örveru (
_Trichomonas vaginalis_
). Við meðferð á sýkingum í leggöngum á
einnig að meðhöndla rekkjunautinn með Flagyl, þar sem algengt er
að smit sé til staðar þrátt fyrir að
viðkomandi sé einkennalaus. Ein pakkning inniheldur 10
leggangastíla.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA FLAGYL
LEGGANGASTÍLA
EKKI MÁ NOTA FLAGYL
LEGGANGASTÍLA:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir metrónídazóli eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp 
                                
                                Perskaitykite visą dokumentą
                                
                            

Prekės savybės

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Flagyl 500 mg leggangastílar.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver leggangastíll inniheldur: Metrónídazól 500 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Leggangastíll.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sýkingar af völdum
_Trichomonas vaginalis._
Hafa skal í huga opinberar leiðbeiningar um viðeigandi
notkun sýklalyfja.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Trichomonas vaginalis: _
Sjá Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Flagyl töflur. Nota á
Flagyl
leggangastíla í samsettri meðferð með Flagyl töflum við
_alvarlegum tilvikum_
_Trichomonas vaginalis _
sýkinga
_: _
Einn leggangastíll á sólarhring í 10 daga + ein 200 mg tafla
þrisvar á sólarhring í 7 daga eða
einn leggangastíll á sólarhring í 10 daga + fimm 400 mg töflur
sem stakskammtur.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Forðast skal neyslu áfengis samhliða metronídazóli og að minnsta
kosti í 1 sólarhring eftir að meðferð
lýkur, vegna hættu á dísúlfíramlíkum (Antabus) áhrifum. Ekki
er hægt að útiloka krabbameinsvaldandi
áhrif við langvarandi meðferð. Enn sem komið hefur ekki verið
sýnt fram á hættu á krabbameini hjá
mönnum en gæta skal varúðar við langvarandi meðferð og tíða
meðhöndlun. Forðast skal notkun
lyfsins að nauðsynjalausu. Gæta skal varúðar þegar til staðar
er virkur eða langvinnur sjúkdómur í
útlæga taugakefinu eða miðtaugakerfinu vegna hættu á versnun
einkenna frá taugakerfinu. Við
langvarandi meðferð og við meðferð með stórum skömmtum skal
fylgjast með blóðmynd einkum
fjölda hvítfrumna, vera vakandi fyrir hugsanlegum útlægum
taugakvilla eða taugakvilla í
miðtaugakerfinu (s.s. náladofa, ósamhæfðum vöðvahreyfingum,
sundli, svima og krampalíku ástandi).
Gæta skal varúðar við meðferð sjúklinga með lifrarheilakvilla.
Ef grunur leikur á sár
                                
                                Perskaitykite visą dokumentą
                                
                            

Ieškokite perspėjimų, susijusių su šiuo produktu

Peržiūrėti dokumentų istoriją