Metadon Abcur (Metadon Novum Abcur) Tafla 5 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
09-10-2023

Virkt innihaldsefni:

Methadonum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Abcur AB*

ATC númer:

N07BC02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Methadonum

Skammtar:

5 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R X) Eftirritunarskylt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

546660 Þynnupakkning PVC-PVDC-/álþynnupakkning ; 534712 Þynnupakkning PVC-PVDC-/álþynnupakkning V1014

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-01-17

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
METADON ABCUR 5 MG TÖFLUR
METADON ABCUR 10 MG TÖFLUR
_ _
metadónhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um lyfið.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Metadon Abcur og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Metadon Abcur
3.
Hvernig nota á Metadon Abcur
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Metadon Abcur
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM METADON ABCUR OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Metadon Abcur er morfínlíkt lyf sem er notað til:
-
meðferðar á miklum langvinnum verkjum sem aðeins er hægt að hafa
viðunandi stjórn á með
ópíóíðverkjalyfjum
-
uppbótarmeðferðar ópíóíðháðra sjúklinga samhliða læknis-
og sálfræðimeðferð og félagslegri
endurhæfingu.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA METADON ABCUR
EKKI MÁ NOTA METADON ABCUR:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir metadóni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef þú hefur notað MAO-hemil (mónóamín-oxíðasahemil) innan
síðustu tveggja vikna (lyf sem
er notað í meðferð við þunglyndi og Parkinsons-sjúkdómi).
-
ef þú ert með öndunarbælingu, með hægri og grunnri öndun, eða
aðra bráða öndunarerfiðleika
(bráðan teppusjúkdóm í öndunarvegi).
METADON ABCUR MÁ EKKI GEFA BÖRNUM.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitaðu ráða hjá lækninum áður en þú tekur 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Metadon Abcur 5 mg töflur
Metadon Abcur 10 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
5 mg: 1 tafla inniheldur 5 mg metadónhýdróklóríð.
10 mg: 1 tafla inniheldur 10 mg metadónhýdróklóríð.
Hjálparefni með þekkta verkun:
5 mg: 1 tafla inniheldur 79 mg laktósaeinhýdrat.
10 mg: 1 tafla inniheldur 158 mg laktósaeinhýdrat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla
5 mg: Hvít til beinhvít, kringlótt, flöt tafla með sniðbrún,
íhvolf, með deiliskoru á annarri hlið og
merkt „M5“ á hinni hliðinni; stærðarmál töflu: 7 x 2,5 mm.
_ _
10 mg: Hvít til beinhvít, kringlótt, flöt tafla með sniðbrún,
deiliskoru á annarri hlið og merkt „M10“ á
hinni hliðinni; stærðarmál töflu: 9 x 3,1 mm.
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Viðhaldsmeðferð ópíóíðháðra sjúklinga samhliða læknis- og
sálfræðimeðferð og félagslegri
endurhæfingu. Meðferð við miklum langvinnum verkjum sem aðeins er
hægt að hafa viðunandi stjórn
á með ópíóíðverkjalyfjum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Verkjaástand:
Aðlaga skal skammtinn og meta hann á grundvelli áhrifanna á
viðkomandi sjúkling.
Eftirfarandi skammtaráðleggingar eru einungis til viðmiðunar
þegar meðferð með Metadon Abcur
hefst og þarf að laga að einstaklingsbundinni þörf fyrir
verkjastillingu. Til að ná fram fullum
verkjastillandi áhrifum hraðar er í upphafi hægt að gefa Metadon
Abcur með styttri tíma milli
skammta í takmarkaðan tíma.
2
_Skammtar hjá sjúklingum sem eru óvanir ópíóíðum: _
Þegar metadón til inntöku er notað hjá sjúklingum sem hafa ekki
þegar fengið meðferð með ópíóíðum
er venjulegur upphafsskammtur 5 mg 1-3 sinnum/dag. Þar á eftir
fylgir hæg skammtaaðlögun þar til
æskileg áhrif nást. Skammtaaðlögunin á að halda áfram í
nokkrar vikur. Meta skal upphafsskammtinn
vandlega áður en aukning skammtsins hefst.
Vegna þess að h
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru